Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 16. janúar 2019 17:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveppi uppljóstraði liðinu - „Öllum drullusama"
Sveppi sagði að Eiður myndi ekki byrja.
Sveppi sagði að Eiður myndi ekki byrja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég sagði, 'ertu að byrja í kvöld?' og hann sagði við mig, 'nei, ég var að koma af fundi og ég byrja ekki inn á," segir Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, um það þegar hann ljóstraði upp um það að Eiður Smári Guðjohnsen myndi ekki byrja í fyrri umspilssleiknum gegn Króatíu í undankeppni HM 2014.

Sveppi mætti í útvarpsþáttinn Fótbolta.net á leikdag og sagði þar að Eiður yrði á bekknum. Eiður og Sveppi eru æskuvinir.

„Ég er brjálaður núna af því að Eiður byrjar ekki inná, Alfreð Finnbogason byrjar. Þetta er skúbb í beinni útsendingu og þetta er staðfest, Eiður byrjar á bekknum og það pirrar mig sko," sagði Sveppi í þættinum.

Þetta vakti mikla athygli á sínum tíma en pirraði ekki Lars Lagerback, landsliðsþjálfara. Heimir Hallgrímsson, sem var landsliðsþjálfari með Lars, sagði frá því í lok nóvember 2013 að aðeins tvö vandamál hefðu komið upp síðan hann og Lars tóku við. Annað var þegar Sveppi uppljóstraði liðinu.

Sveppi talar aðeins nánar um þetta í hlaðvarpsþættinum Millivegurinn sem fótboltamennirnir Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Bergsveinn Ólafsson stjórna.

„Eiður hristi hausinn. Heimir Hallgríms kom til hans og spurði hvað hann væri að pæla. Lars spurði hann eitthvað út í þetta. Þetta var mjög mikið hæp á svo stuttum tíma, en þetta er svo fyndið að það er ekki hægt að pæla í þessu öðruvísi en að hlæja."

„Það er öllum drullusama, segðu okkur bara hverjir byrja og hverjir ekki."

„Þú vilt kannski ekki láta andstæðingana vita, en það er ekki eins og þeir hefðu breytt öllu ef þeir hefðu frétt þetta. En ég veit svo sem ekkert um þetta."

Hlustaðu á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Sveppi ræðir um þetta eina klukkustund og 41 mínútu (1:41).


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner