Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 16. janúar 2019 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu tæklinguna: Pepe stimplaði sig inn hjá Porto
Mynd: Getty Images
Portúgalski varnarmaðurinn Pepe gekk nýverið aftur í raðir Porto í heimalandinu.

Pepe verður 36 ára í febrúar og mun því spila fyrir Porto til 38 ára aldurs ef hann klárar samninginn.

Pepe var hjá Porto í þrjú ár áður en hann var fenginn til Real Madrid árið 2007, þar sem hann var einn besti miðvörður heims í heilan áratug. Hann yfirgaf Real Madrid sumarið 2017 til að fara í tyrkneska boltann og varð hann mikilvægur partur af sterku liði Besiktas.

Pepe, sem á yfir 100 landsleiki fyrir Portúgal, er þekktur fyrir það að vera grófur leikmaður og var hann á sínum tíma dæmdur í tíu leikja bann fyrir hegðun sína í leik gegn Getafe.

Pepe byrjar af krafti í portúgalska boltanum, en hann lék með Porto gegn Leixoes í portúgalska bikarnum í gær. Pepe fékk gula spjaldið fyrir frekar ljóta tæklingu undir lok leiksins.

Pepe hélt sér inn á vellinum og vann Porto leikinn 2-1 eftir framlengingu. Porto er komið í undanúrslit bikarsins.

Hér að neðan má sjá tæklinguna.



Athugasemdir
banner
banner