Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 16. janúar 2019 16:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Albert byrjar daginn á tebolla og góðri bók
Albert í landsleik.
Albert í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson er einn efnilegasti fótboltamaður landsins, en hann spilar með AZ Alkmaar í Hollandi.

Albert er 21 árs, en miklar vonir eru bundnar við hann fyrir framtíðina.

Albert kemur fram í nýju innslagi frá Útvarp 101 sem ber heitið GYM.

Albert talar þar um lífið, landsliðið og atvinnumannaferilinn. „Þegar ég var yngri þá hélstu að þetta væri dans á rósum, en þetta er bara vinna - þetta er erfitt. Þú þarft að leggja á þig. Það er ákveðin fórn að skilja fjölskylduna heima á Íslandi, en að sama skapi getum við ekki kvartað. Við völdum þetta. Betri hliðarnar eru fleiri en þær vondu."

Albert segir frá því hvernig venjulegur dagur er í hans lífi.

„Ég vakna á milli 7 og 8. Ég fæ mér tebolla og les nokkrar blaðsíður úr einhverjum bókum sem ég er að lesa. Eftir nokkrar mínútur af lestri fer ég á æfingu. Ég er á æfingasvæðinu frá 9-16. Síðan þarf ég að koma heim, undirbúa kvöldmatinn og koma mér í háttinn eftir það."

Hér að neðan er innslagið í heild sinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner