mið 16. janúar 2019 17:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Di Marzio segir Bologna vera að kaupa Andra Fannar
Andri Fannar Baldursson.
Andri Fannar Baldursson.
Mynd: Breiðablik
Gianluca Di Marzio er einn af allra virtustu fréttamönnum Ítalíu þegar það kemur að fótboltafréttum.

Hann segir frá því að Bologna sé að kaupan ungan leikmann frá Breiðablik. Leikmaðurinn er Andri Fannar Baldursson, fæddur 2002.

Andri Fannar æfði með Bologna fyrir jól og hefur greinilega hrifið menn hjá ítalska félaginu.

Andri Fannar spilað sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni síðastliðið sumar þegar hann kom inn á sem varamaður í 4-0 sigri Breiðabliks á KA í lokaumferðinni.

Á ferli sínum hefur Andri skorað tvö mörk í fjórtán leikjum með U17 ára landsliðinu og þá á hann einnig að baki leiki með U18 ára liði Íslands.

Ef hann fer til Bologna þá verður hann annar leikmaðurinn sem fer á stuttum tíma frá Breiðabliki til Ítalíu. Hinn leikmaðurinn var Sveinn Aron Guðjohnsen sem fór til Spezia, en Willum Þór Willumsson hefur einnig verið orðaður við Spezia.

Bologna er í 18. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner