Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 16. janúar 2019 19:41
Brynjar Ingi Erluson
Juventus vann ítalska Ofurbikarinn - Ronaldo hetjan
Cristiano Ronaldo fagnar sigurmarkinu á viðeigandi hátt
Cristiano Ronaldo fagnar sigurmarkinu á viðeigandi hátt
Mynd: Getty Images
Juventus 1 - 0 AC MIlan
1-0 Cristiano Ronaldo ('61 )
Rautt spjald: Franck Kessie ('74, AC Milan )

Juventus vann ítalska Ofurbikarinn í áttunda sinn í sögu félagsins er liðið lagði AC Milan að velli, 1-0, á King Abdullah Sports City-leikvanginum í Sádi Arabíu í kvöld.

Portúgalska stjarnan Cristiano Ronaldo gerði eina markið í leiknum á 61. mínútu með góðum skalla eftir frábæra sendingu frá Miralem Pjanic.

Þetta var 19. mark Ronaldo í bikarúrslitum og virðist hann kunna vel við sig þegar mikið er undir eins og flestum ætti að vera kunnugt.

Franck Kessie, miðjumaður Milan, fékk að líta rauða spjaldið á 74. mínútu. Það þurfti VAR til þess að skera úr um hvort hann ætti að fá rauða spjaldið eða ekki en hann fór í háskalega tæklingu á Emre Can.

Lokatölur í kvöld 1-0 fyrir Juventus og áttundi Ofurbikar liðsins í höfn.
Athugasemdir
banner
banner
banner