Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 16. janúar 2019 22:48
Brynjar Ingi Erluson
Spænski konungsbikarinn: Real Madrid áfram þrátt fyrir tap - Atlético óvænt úr leik
Leganes vann á heimavelli sínum en það var ekki nóg
Leganes vann á heimavelli sínum en það var ekki nóg
Mynd: Getty Images
Þrjú lið fóru áfram í 8-liða úrslit spænska konungsbikarsins í kvöld en Real Madrid komst þangað þrátt fyrir 1-0 tap gegn Leganes.

Real Madrid vann fyrri leikinn gegn Leganes á Santiago Bernabeu með þremur mörkum gegn engu og gat því leyft sér að slaka aðeins á í kvöld.

Liðið hefur verið í afar miklu ójafnvægi á leiktíðinni og sýndi það sig enn og aftur er liðið tapaði í kvöld gegn Leganes. Martin Braithwaite skoraði eina mark leiksins og tryggði Leganes sigur en þrátt fyrir það er liðið úr leik.

Mest sláandi fregnirnar í kvöld eru þær að Atlético Madrid er úr leik eftir 3-3 jafntefli gegn GIrona. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli á heimavelli Girona og því sætt jafnteflið í kvöld.

Staðan var 3-2 þegar lítið var eftir af leiknum en þá mætti Seydou Doumbia og tryggði Girona inn í 8-liða úrslitin á 88. mínútu. Skellur fyrir Diego Simeone og hans menn í Atlético.

Þát er Sevilla áfram í 8-liða úrslit þrátt fyrir 1-0 tap á heimavelli gegn Athletic Bilbao. Sevilla fer áfram, 3-2.

Úrslit og markaskorarar:

Leganes 1 - 0 Real Madrid (1-3, samanlagt)
1-0 Martin Braithwaite ('30 )

Atlético Madrid 3 - 3 Girona (4-4, samanlagt og GIrona áfram á útivallarmörkum)
1-0 Nikola Kalinic ('12 )
1-1 Valery Fernandez ('37 )
1-2 Christian Stuani ('59 )
2-2 Angel Correa ('66 )
3-2 Antoine Griezmann ('84 )
3-3 Seydou Doumbia ('88 )

Sevilla 0 - 1 Athletic Bilbao (3-2, samanlagt)
0-1 Gorka Guruzeta ('77 )
Athugasemdir
banner
banner
banner