Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 17. janúar 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ætla að endurskoða spjaldaregluna í bikarnum
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að það ætlar að endurskoða reglubreytingu sem var ákveðin fyrir tímabilið.

Reglubreytingin snýr að enska bikarnum þar sem leikmaður fer sjálfkrafa í leikbann fyrir að safna tveimur gul spjöld á einhverjum tímapunkti í keppninni. Þetta er í fyrsta sinn sem reglan er notuð.

E-deildarfélagið Barnet kvartaði undan þessari reglu vegna þess að stjörnuleikmaður liðsins Charlee Adams verður ekki með í leik gegn Brentford sem verður sýndur beint í sjónvarpi.

Adams var búinn að fá eitt gult spjald í þremur fyrstu leikjum Barnet í bikarnum og var hann spjaldaður í sögulegum sigri gegn Sheffield United í þriðju umferð. Seinna spjaldið setur hann sjálfkrafa í leikbann.

Tony Kleanthous, eigandi Barnet, sagði að þessi regla myndi bitna á smærri liðunum sem eru bæði með smærri leikmannahópa heldur en stærri liðin og þurfa að spila fleiri umferðir í keppninni því stórliðin koma ekki inn fyrr en seinna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner