Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 17. janúar 2019 09:13
Magnús Már Einarsson
Arsenal vill losna við Özil - Man Utd að versla af PSV?
Powerade
Steven Bergwijn er orðaður við Manchester United?
Steven Bergwijn er orðaður við Manchester United?
Mynd: Getty Images
Arsenal vill losa sig við Özil.
Arsenal vill losa sig við Özil.
Mynd: Getty Images
Eriksen er orðaður við nokkur félög.
Eriksen er orðaður við nokkur félög.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin fara á kostum í slúðrinu í dag enda félagaskiptagluggin opin. Kíkjujm á slúður dagsins!



Chelsea er nálægt því að fá framherjann Gonzalo Higuain (31) á láni frá Juventus. Argentínumaðurinn hefur verið í láni hjá AC Milan en hann er nú á leið til Chelsea á láni út tímabilið. Chelsea á síðan möguleika á að kaupa Higuain eða fá hann á láni í tólf mánuði til viðbótar. (Telegraph)

Atletico Madrid er í viðræðum við Chelsea um kaup á framherjanum Alvaro Morata (26). Verðmiðinn á honum hljóðar upp á 45 milljónir punda . (Sky Sports)

Arsenal er tilbúið að borga hluta af launum Mesut Özil (29) áfram ef félagið nær að losa sig við hann. Özil er launahæstur hjá Arsenal með 350 þúsund pund á viku. (Mirror)

West Ham ætlar að fá Maxi Gomez (22) framherja Celta Vigo til að fylla skarð Marko Arnautovic (29) ef Austurríkismaðurinn fer til Kína. (Sky Sports)

Manchester City er að tapa baráttunni um Frenkie De Jong (21) miðjumann Ajax en PSG er að landa honum á 66 milljónir punda. (Mirror)

Manchester City og Chelsea hafa áhuga á Christian Eriksen (26) miðjumanni Tottenham en Real Madrid er þó í bílstjórasætinu í baráttunni um danska leikmanninn. (AS)

Chelsea vill selja Michy Batshuayi (25) til Everton á 40 milljónir punda. (Star)

Batshuayi vill sjálfur fara til Mónakó á láni og spila undir stjórn Thierry Henry. (Telegraph)

David De Gea (28) er nálægt því að ganga frá nýjum risasamningi við Manchester United. (Mirror)

Manchester United ætlar að senda njósnara sína til að skoða Steven Bergwijn (21) kantmann PSV Eindhoven en félagið gæti boðið 25 milljónir punda í hann í kjölfarið. (Sun)

Barcelona er í framherjaleit en Alvaro Morata og Olivier Giroud hjá Chelsea, Fernando Llorente hjá Tottenham, Lucas Perez hjá West Ham og Christian Stuani hjá Girona koma allir til greina. (Mail)

Antonio Valencia (33) ætlar að klára þetta tímabil með Manchester United, sama hvort hann fái nýjan samning eða ekki. (Times)

Divock Origi (23) framherji Liverpool er einn af þeim framherjum sem Tottenham er að skoða eftir að Harry Kane meiddist og verður frá keppni þar til í mars. (Telegraph)

Tottenham ætlar að funda í vikunni og skoða hvað verður gert eftir meiðsli Kane. Félagið gæti fengið framherja á láni. Troy Parrott (16) framherji úr unglingaliðinu gæti einnig komið inn í hópinn hjá aðalliðinu eftir meiðslin. (Talksport)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur sagt Paul Pogba (25) að hann ætli að byggja liðið í kringum hann. (Sun)

Simon Mignolet (30) markvörður Liverpool, verður hjá liðinu út tímabilið. (ESPN)

Liverpool vill hins vegar losa sig við serbneska kantmanninn Lazar Markovic (24) en hann verður samningslaus í sumar. Markovic kom frá Benfica á tuttugu milljónir punda á sínum tíma. (Liverpool Echo)

Cardiff er að kaupa framherjann Emiliano Sala (28) frá Nantes á 18 milljónir punda. (Sky Sports)

Fulham ætlar að reyna að fá varnarmanninn Joseph Attamah (24) frá Istanbul Basaksehir. (Mail)

Crystal Palace reiknar með tiboðum frá Manchester City og Chelsea í bakvörðinn Aaron Wan-Bissaka í sumar. (Times)

Manchester City hefur náð samkomulagi við Hadjuk Split um að kaupa miðjumanninn Ante Palaversa (18) á sjö milljónir punda. (Guardian)

Mike Ashley, eigandi Newcstle, hefur verið sakaður um að hafa látið niðrandi ummæli falla um konungsfjölskylduna í Dubai, íslams trú og Kevin Keegan en ummæli hans gætu farið fyrir dómstóla. (Sun)
Athugasemdir
banner