Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 17. janúar 2019 11:00
Magnús Már Einarsson
Rosaleg kynning Bielsa - 300 tíma vinna í leikgreiningu fyrir hvern leik
Einstakur.
Einstakur.
Mynd: Getty Images
Mikið hefur verið fjallað um það í Englandi undanfarna daga að Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, hafi sent njósnara á æfingasvæði Derby til að nálgast upplýsingar fyrir leik liðanna síðastliðinn föstudag.

Í gær boðaði Bielsa til fréttamannafundar þar sem hann viðurkenndi að hann hefði látið fylgjast með æfingum hjá öllum liðum í Championship deildinni á þessu tímabili.

Bielsa gekk skrefinu lengra á löngum fréttamannafundi í gær því hann sýndi fréttamönnum hvernig hann leikgreinir öll lið fyrir leiki.

Bielsa og aðstoðarmenn hans horfa á alla leiki andstæðinga sinna á tímabilinu áður en kemur að leik gegn þeim.

Samtals fara yfir 300 klukkutímar í vinnu við að skoða andstæðinginn fyrir hvern leik. Bielsa vill vita allt um liðið sem hann er að fara að mæta.

BIelsa klippir síðan brot úr leikjum andstæðinganna niður í átta mínútna myndband sem hann sýnir leikmönnum sínum fyrir leikinn.

Næsti leikur Leeds er gegn Stoke en Nathan Jones tók við liðinu í síðstu viku eftir að hafa gert magnaða hluti með Luton. Bielsa breytti því til í undirbúningi fyrir þann leik.

„Það er erfitt að leigkreina þá því að þeir hafa bara spilað nokkra leiki undir stjórn nýs þjálfara. Við skoðuðum því 26 leiki Luton á þessu tímabili og skoðuðum taktíkina sem hann hefur notað," sagði Bielsa.

Athugasemdir
banner