fim 17. janúar 2019 14:17
Elvar Geir Magnússon
Rannsóknarblaðamaður skotinn til bana - Fjallaði um spillingu í boltanum
Mynd: Getty Images
Ganverskur rannsóknarblaðamaður, Ahmed Hussein-Suale, var skotinn til bana þegar hann var á leið að heimili sína.

Hussein-Suale hafði verið að rannsaka spillingarmál í fótboltanum í Gana en hann var hluti af blaðamannateyminu Tiger Eye. Umfjöllun teymisins gerði það að verkum að fyrrum forseti knattspyrnusambands Gana var settur í lífstíðar bann.

Í tilkynningu Tiger Eye segir að teymið sé miður sín vegna voðaverksins en enn ákveðnara í að halda áfram að fletta ofan af spillingarmálum.

Hussein-Suale var skotinn tvívegis í bringuna og einu sinni í hnakkann klukkan 23:00 að staðartíma í gærkvöldi.

Þess má geta að átta blaðamenn voru myrtir í Afríku á árinu 2017. Ekki eru upplýsingar um nýliðið ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner