fös 18. janúar 2019 11:36
Ívan Guðjón Baldursson
O'Neill fær Benalouane (Staðfest)
Benalouane á æfingu.
Benalouane á æfingu.
Mynd: Getty Images
Yohan Benalouane er fyrsti leikmaðurinn sem Martin O'Neill fær til Nottingham Forest eftir að hann tók við stjórn liðsins fyrr í vikunni.

Félagaskiptin voru staðfest í dag.

Benalouane er 31 árs miðvörður frá Túnis sem kemur á frjálsri sölu frá Leicester. Hann skrifar undir 18 mánaða samning við Nottingham.

Benalouane á einn leik að baki fyrir U21 lið Frakka og fimm leiki að baki fyrir A-landslið Túnis. Hann er uppalinn í Frakklandi og hafnaði nokkrum sinnum að spila fyrir Túnis því hann vildi komast í franska landsliðið. Í fyrra samþykkti hans loks boð um að spila fyrir Túnis og fór með á HM í Rússlandi.

Benalouane var keyptur til Leicester sumarið 2015 en fann sig aldrei hjá félaginu og kom aðeins við sögu í sextán deildarleikjum á þremur árum.

Nottingham Forest er í níunda sæti ensku Championship-deildarinnar.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner