banner
   fim 17. janúar 2019 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Andy Cole ráðinn í þjálfarateymi Sol Campbell hjá Macclesfield
Mynd: Getty Images
Andy Cole er orðinn partur af þjálfarateymi Sol Campbell hjá D-deildarliði Macclesfield Town.

Campbell tók við Macclesfield í lok nóvember og þrátt fyrir gott gengi undir hans stjórn er liðið enn í fallsæti.

Cole mun aðeins fá hlutastarf hjá félaginu og vinna einn eða tvo daga í viku því hann er ennþá að ná sér eftir nýrnaígræðslu. Hann mun sjá um að þjálfa sóknarmenn liðsins og verða þeir eflaust himinlifandi með þær fregnir, enda er Cole þriðji markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 187 mörk.

Campbell og Cole voru aldrei samherjar í enska boltanum. Þeir voru samherjar til skamms tíma í enska landsliðinu, þar sem Cole fékk lítið af tækifærum og tókst aðeins að gera eitt mark í fimmtán tilraunum.
Athugasemdir
banner
banner