fim 17. janúar 2019 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Shangai SIPG fékk ekki Arnautovic - Reynir við Payet
Payet var stjarnan í liði West Ham áður en hann fór fram á sölu.
Payet var stjarnan í liði West Ham áður en hann fór fram á sölu.
Mynd: Getty Images
Kínverska stórveldið Shanghai SIPG ætlar að bæta við sig stórstjörnu í janúarglugganum.

SIPG bauð 35 milljónir punda í Marko Arnautovic á dögunum en eftir að West Ham hafnaði tilboðinu hefur félagið ákveðið að snúa sér að Dimitri Payet, leikmanni Marseille.

Payet var einnig á mála hjá West Ham áður en hann neyddi félagið til að selja sig aftur í franska boltann því hann fékk heimþrá. Marseille greiddi 25 milljónir punda fyrir Payet sem er lykilmaður í liðinu í dag.

Hulk frá Brasilíu er fyrirliði SIPG og er Oscar, fyrrverandi miðjumaður Chelsea, einnig á mála hjá félaginu. SIPG varð kínverskur meistari í fyrra eftir að hafa endað í öðru sæti 2015 og 2017.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner