banner
   fös 18. janúar 2019 08:04
Magnús Már Einarsson
Bandarískur miðjumaður orðaður við Liverpool
Powerade
Weston McKennie er orðaður við Liverpool.
Weston McKennie er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Rashford gæti fengið myndarlega launahækkun.
Rashford gæti fengið myndarlega launahækkun.
Mynd: Getty Images
Arsenal vill fá Denis Suarez.
Arsenal vill fá Denis Suarez.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin halda áfram að koma með góðar kjaftasögur enda innan við tvær vikur í að félagaskiptaglugginn loki á ný.



Aaron Ramsey, miðjumaður Arsenal, hefur samið við Juventus um að ganga til liðs við félagið í sumar. (Sky Sports)

Ramsey mun gera fjögurra ára samning upp á 300 þúsund pund í laun á viku. Hann verður um leið einn launahæsti breski fótboltamaðurinn. (Times)

Chelsea er tilbúið að bjóða Callum Hudson-Odoi (18) nýjan samning upp á 50 þúsund pund á viku. Samningurinn gæti hækkað upp í allt að 70 þúsund pund síðar meir en Chelsea vill ekki missa Hudson-Odoi til Bayern Munchen. (Mail)

Genoa hefur hafnað tveimur tilboðum frá West Ham í pólska framherjann Krzysztof Piatek (23). AC Milan er einnig að reyna að kaupa Piatek. (Mail)

MIchael Zorc, yfirmaður fótboltamála hjá Borussia Dortmund, segir að Jadon Sancho (18) kantmaður liðsins sé ekki til sölu en félög í ensku úrvalsdeildinni hafa sýnt honum áhuga. (Mirror)

Chelsea er að reyna að ganga frá samningum við framherjann Gonzalo Higuain (31) fyrir grannaslaginn gegn Arsenal á morgun. (London Evening Standard)

Chelsea er einnig nálægt því að kaupa Leandro Paredes (24) miðjumann Zenit St. Pétursborg á 31 milljón punda. (Express)

Manchester United er tilbúið að tvöfalda laun Marcus Rashford (21) upp í 150 þúsund pund á viku til að koma í veg fyrir að stærri félög í Evrópu kaupi hann. (Mirror)

Tottenham hefur endurvakið áhuga sinn á Malcom (21) kantmanni Barcelona. (Independent)

Arsenal gæti reynt að fá Francisco Trincao (19) framherja Braga en njósnarar félagsins hafa fylgst með honum. Juventus hefur einnig áhuga. (Tuttomercatoweb)

Celtic er áfram að skoða Scott McTominay (22) miðjumann Manchester United en félagið ætlar ekki að reyn að krækja í hann nema annar miðjumaður hverfi á braut. (Daily Record)

Liverpool er að skoða bandaríska miðjumanninn Weston McKennie (20) hjá Schalke. (Sun)

Brasilíski varnarmaðurinn Eder Militao (20) hjá Porto hefur náð munnlegu samkomulagi við Real Madrid. Militao hefur áður verið orðaður við Manchester United. (Mirror)

Unai Emery, stjóri Arsenal, segir að fyrstu viðræður hafi átt sér stað varðandi möguleg kaup á miðjumanninum Denis Suarez (25) hjá Barcelona. Emery segir hins vegar að það verði erfitt að klófesta hann í þessum mánuði. (Mirror)

Tyrone Mings (25) varnarmaður Bournemouth er á óskalista WBA. (Sun)

Garry Cook, fyrrum framkvæmdastjóri Manchester City, segi rað félagið hafi átt í viðræðum við John Terry (38) um að koma frá Chelsea árið 2009. (Sky sports)

Marco Silva, stjóri Everton, segir að fleiri leikmenn fari en komi í þessum mánuði þar sem hann fær ekki fé til leikmannakaupa. (Mail)

Fulham er að reyna að fá miðjumanninn Bryan Dabo (26) frá Fiorentina. (Sun)

Brendan Rodgers, stjóri Celtic, segist vera með fulla einbeitingu á verkefni sínu en hann hefur verið orðaður við Leicester. (Leicester Mercury)

Ítalski framherjinn Giuseppe Rossi (31) vill finna lið í Evrópu frekar en að fara í MLS deildina í Bandarikjunum. Rossi er félagslaus en hann hefur æft með gömlu féölgunum í Manchester United undanfarið. (ESPN)

Manchester United er að kaupa framherjann unga Noam Emeran (16) frá Amiens í Frakklandi. (Manchester Evening News)

Inter ætlar að bjóða varnarmanninum Milan Skriniar (23) nýjan samning en hann hefur verið orðaður við bæði Manchester United og Manchester City. (Calciomercato)

Leeds hefur hafnað tilboði frá Crystal Palace í kantmanninn Jack Clarke (18). (Yorkshier Evening Post)
Athugasemdir
banner
banner