banner
   fös 18. janúar 2019 12:00
Magnús Már Einarsson
Arnór Þór spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Arnór Þór Gunnarsson.
Arnór Þór Gunnarsson.
Mynd: tom
Manchester United vinnur öruggan sigur samkvæmt spá Arnórs.
Manchester United vinnur öruggan sigur samkvæmt spá Arnórs.
Mynd: Getty Images
Aron Einar vinnur á morgun og mætir svo á handboltaleik á sunnudag.
Aron Einar vinnur á morgun og mætir svo á handboltaleik á sunnudag.
Mynd: Getty Images
Jóhann Gunnar Einarsson fékk fimm rétta þegar hann spáði í leiki helgarinnar a Englandi um síðustu helgi.

Við höldum okkur við handboltann í þessari viku en landsliðsmaðurinn Arnór Þór Gunnarsson spáir í leikina að þessu sinni.

Arnór er næstmarkahæstur á HM í handbolta sem er í gangi í Þýskalandi og Danmörku en þess má geta að hann er bróðir Arons Einars Gunnarssonar landsliðsfyrirliða í fótbolta.



Wolves 1 - 1 Leicester (12:30 á morgun)
1-1 jafntefli í mjög leiðinlegum leik.

Bournemouth 0 - 2 West Ham (15:00 á morgun)
Mér finnst West Ham á góðu skriði þessa dagana. 0-2 West Ham.

Liverpool 3 - 0 Crystal Palace (15:00 á morgun)
Vona alltaf að Liverpool tapi. Bjarka El er herbergisfélagi minn hérna á HM í Þýskalandi. Hann er með stærstu Liverpool gleraugu sem ég hef séð á einum manni! En Liverpool vinnur þennan leik 3-0.

Man Utd 4 - 0 Brighton (15:00 á morgun)
Mínir menn eru svo geggjaðir þessa dagana og vinna sannfærandi 4-0 sigur.

Newcastle 1 - 2 Cardiff (15:00 á morgun)
Aron spilar á laugardaginn setur eitt og svo verður hann mættur til Köln að horfa á okkur spila við Frakka á sunnudaginn í Lanxess Arena. Seiglusigur 1-2.

Southampton 0 - 2 Everton (15:00 á morgun)
Gylfi setur tvö í þessum leik, Víti og úr aukaspyrnu. 0-2 fyrir Everton.

Watford 0 - 1 Burnley (15:00 á morgun)
Ef Jóhann Berg er heill vinna Burnley 0-1. Ef hann er ekki með þá vinnur Watford 1-0.

Arsenal 1 - 3 Chelsea (17:30 á morgun)
Þetta verður auðveldur leikur fyrir Chelsea, Arsenal er með slaka vörn og Hazard mun spóla sig í gegn trekk í trekk. 1-3 fyrir Chelsea.

Huddersfield 1 - 5 Manchester City (13:30 á sunnudag)
City slátrar þessum leik 1-5.

Fulham 1 - 2 Tottenham (16:00 á sunnudag)
Þetta ætti fyrirfram að vera auðveldur leikur fyrir Tottenham en Harry Kane er meiddur og Son í Asíu keppninni. Ætla samt að setja 1-2 sigur á Tottenham.

Fyrri spámenn:
Auðunn Blöndal (8 réttir)
Steindi Jr. (8 réttir)
Baldur Sigurðsson (7 réttir)
Benedikt Bóas (6 réttir)
Gaupi (6 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (6 réttir)
Rikki G (6 réttir)
Rúnar Alex Rúnarsson (6 réttir)
Sóli Hólm (6 réttir)
Jóhann Gunnar Einarsson (5 réttir)
Jón Dagur Þorsteinsson (5 réttir)
Logi Ólafsson (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Arnór Sigurðsson (4 réttir)
Jón Þór Hauksson (4 réttir)
Sam Hewson (4 réttir)
Siggi Hall (4 réttir)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (3 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (2 réttir)
Kristjana Arnarsdóttir (2 réttir)
Teitur Örlygsson (2 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner