Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 18. janúar 2019 15:00
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið Arsenal og Chelsea
Mynd: Guardian
Hector Bellerín og Nacho Monreal gætu snúið aftur í byrjunarlið Arsenal þegar liðið mætir Chelsea á morgun. Þeir voru í bekknum um síðustu helgi enda að stíga úr meiðslum.

Arsenal tekur á móti Chelsea klukkan 17:30 á morgun í stórleik. Leikurinn gæti haft mikið að segja varðandi baráttuna um sæti í Meistaradeild Evrópu.

Chelsea er í fjórða sæti en Arsenal í því fimmta. Sex stigum munar á liðunum tveimur.

Á meðfylgjandi mynd má sjá líkleg byrjunarlið að mati Guardian.

Mesut Özil vonast til þess að snúa aftur í liðið eftir að hafa verið skilinn eftir utan þess gegn West Ham. Henrikh Mkhitaryan nálgast endurkomu en er ekki orðinn klár.

Chelsea mun líklega halda áfram að spila Eden Hazard sem 'falskri níu'. Alvaro Morata er klár en líklegt er að hann sé á förum frá félaginu. Þá er Olivier Giroud leikfær en Ruben Loftus-Cheek getur ekki tekið þátt. Hann er að glíma við bakmeiðsli.

Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner
banner
banner