Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 18. janúar 2019 16:15
Magnús Már Einarsson
Pochettino ætlar ekki að reyna við Rossi
Rossi er félagslaus.
Rossi er félagslaus.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, ætlar ekki að reyna að fá ítalska framherjann Giuseppe Rossi til félagsins.

Rossi er félagslaus en hann hefur verið að æfa með sínum gömlu félögum hjá Manchester United.

Þar sem Harry Kane er frá keppni þar til í mars og Son Heung-Min er að spila í Asíubikarnum gæti Tottenham bætt við sóknarmanni. Það verður þó ekki Rossi.

„Það eru nöfn sem koma upp í öllum félagaskiptagluggum. Þetta er nafn sem hægt er að bæta við þann lista en þetta eru bara sögusagnir. Við höfum ekki íhugað að fá hann," sagði Pochettino.

Aðspurður ennþá frekar út í Rossi sagði Pochettino. „Þetta er eins og hver annar orðrómur ef þú spyrð mig og nei, ég reikna ekki með að þetta sé möguleiki."
Athugasemdir
banner
banner