Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 18. janúar 2019 21:31
Brynjar Ingi Erluson
Fótbolti.net mótið: Átta marka jafntefli á Akranesi - Fjögur mörk undir lokin
Daníel Snorri Guðlaugsson skoraði eitt af mörkum Hauka í mögnuðum leik
Daníel Snorri Guðlaugsson skoraði eitt af mörkum Hauka í mögnuðum leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári 4 - 4 Haukar
0-1 Aron Elí Sævarsson ('9 )
1-1 Eggert Kári Karlsson ('45 )
1-2 Daníel Snorri Guðlaugsson ('48 )
2-2 Jón Vilhelm Ákason ('70 )
2-3 Oliver Helgi Gíslason ('84 )
3-3 Hilmar Halldórsson ('88 )
4-3 Gylfi Brynjar Stefánsson ('90 )
4-4 Ólafur Sveinmar Guðmundsson ('90 )

Kári og Haukar gerðu dramatískt 4-4 jafntefli í B-deild Fótbolta.net mótsins í AKraneshöllinni í kvöld en fjögur mörk komu undir lok leiksins.

Aron Elí Sævarsson kom Haukum á bragðið á 9. mínútu áður en Eggert Kári Karlsson jafnaði undir lok fyrri hálfleiks. Daníel Snorri Guðlaugsson kom þá Haukum aftur yfir og Jón VIlhelm Ákason svaraði um hæl á 70. mínútu.

Síðustu tíu mínútur leiksins voru magnaðar. Oliver Helgi Gíslason kom Haukum í 3-2 á 84. mínútu og töldu eflaust margir að úrslitin væru ráðin en Hilmar Halldórsson hélt ekki og jafnaði leikinn á 88. mínútu áður en Gylfi Brynjar Stefánsson kom Kára yfir þegar þrjár mínútur voru búnar af uppbótartíma.

Stuttu eftir markið jöfnuðu Haukar hins vegar og var þar að verki Ólafur Sveinmar Guðmundsson og lokatölur því 4-4. Haukar eru í öðru sæti í riðli 2 með 2 stig á meðan Kári er í neðsta sæti með 1 stig.
Athugasemdir
banner
banner