Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 18. janúar 2019 22:38
Brynjar Ingi Erluson
Reykjavíkurmótið: Dramatískt jafntefli í Egilshöllinni
Helgi Valur Danielsson skoraði fyrir Fylki
Helgi Valur Danielsson skoraði fyrir Fylki
Mynd: Raggi Óla
Fylkir 2 - 2 KR
1-0 Hákon Ingi Jónsson ('66 )
1-1 Tobias Thomsen ('89, víti )
2-1 Helgi Valur Danielsson ('90 )
2-2 Pablo Punyed ('90 )
Rautt spjald: Þorsteinn Magnússon ('90, Fylkir )

Fylkir og KR gerðu 2-2 jafntefli í B-riðli Reykjavíkurmótsins í kvöld en leikið var í Egilshöll. Lokamínútur leiksins voru afar dramatískir og var einn úr þjálfaraliði Fylkis sendur í sturtu.

Eftir markalausan fyrri hálfleik voru gerðar breytingar á liðunum og kom Hákon Ingi Jónsson Fylkismönnum yfir á 66. mínútu.

KR-ingar fengu vítaspyrnu undir lok leiks og steig danski framherjinn Tobias Thomsen á punktinn og skoraði. Helgi Valur Danielsson kom Fylki aftur yfir í uppbótartíma áður en Pablo Punyed skoraði alveg í blálokin.

Þorsteinn Magnússon, sem er í þjálfaraliði Fylkis, var sendur í sturtu og ljóst að mikill hiti var í leiknum.

Lokatölur 2-2 en Fylkir og KR eru bæði með 4 stig eftir tvo leiki en KR er með betri markatölu.
Athugasemdir
banner