Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 18. janúar 2019 22:55
Brynjar Ingi Erluson
Reykjavíkurmótið: Helgi hetja Framara
Helgi Guðjónsson skoraði sigurmark fram úr vítaspyrnu
Helgi Guðjónsson skoraði sigurmark fram úr vítaspyrnu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram 1 - 0 Þróttur R.
1-0 Helgi Guðjónsson ('88, víti )

Fram er enn í séns á að komast áfram í Reykjavíkurmóti karla eftir að liðið lagði Þrótt R. 1-0 í Egilshöllinni í kvöld.

Fram tapaði fyrsta leik sínum í mótinu gegn KR en þar fékk liðið fjögur mörk á sig.

Það var mikil harka í kvöld og var útlit fyrir liðin myndu skipta stigunum á milli sín en undir lok leiks fékk Fram vítaspyrnu og skoraði Helgi Guðjónsson örugglega.

Lokatölur því 1-0 Fram í vil en nú er Fram með 3 stig fyrir lokaumferðina í riðlinum en þar mætir liðið Fylki á meðan Þróttur og KR mætast.

Þróttur á ekki möguleika að komast í undanúrslit en liðið er án stiga eftir tvo leiki.
Athugasemdir
banner