Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 19. janúar 2019 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea og PSG berjast um Paredes
Leandro Paredes
Leandro Paredes
Mynd: Getty Images
Chelsea fær harða samkeppni um Leandro Paredes, leikmann Zenit í Rússlandi en þetta herma heimildir Goal.com.

Paredes er 24 ára gamall miðjumaður sem tókst ekki að finna sig hjá Roma og var látinn fara til Zenit en hann hefur blómstrað í Rússlandi og vakið áhuga stórliða.

Chelsea og PSG eru að berjast um hann en Zenit er þó ekki ánægt með tilboð liðanna og fer fram á 40 milljónir evra.

Liðin hafa hingað til verið reiðubúin að borga 30 milljónir evra en Zenit haggast ekki og leyfir félögunum ekki að ræða við leikmanninn fyrr en þau ákveða að ganga að kaupvverðinu.

Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea, sér Paredes fyrir sér sem arftaka Cesc Fabregas sem samdi við Mónakó á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner