Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 19. janúar 2019 08:06
Elvar Geir Magnússon
Matti Villa yfirgefur Rosenborg - Færir sig um set í Noregi
Matthías Vilhjálmsson.
Matthías Vilhjálmsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Matthías Vilhjálmsson er að færa sig um set í Noregi. Hann yfirgefur Rosenborg og gengur í raðir Valerenga, samkvæmt fréttum í norskum fjölmiðlum.

Samkvæmt TV2 var mikill áhugi á Matthíasi, bæði hjá öðrum norskum félögum og erlendum félögum.

„Ég er orðinn smá norskur, ég verð að viðurkenna það. Ég skil ekki alveg þessa fordóma gagnvart Noregi. Þetta er frábært land og hér hjá Rosenborg er maður í frábæru félagi með frábæra stuðningsmenn. Það er allt gert fyrir leikmennina og fjölskyldulífið er mjög fínt líka," sagði Matthías í viðtali við Fótbolta.net síðasta sumar.

Matth­ías, sem er 31 árs, kom til Rosen­borg frá Start sum­arið 2015 og á fjóra norska meistaratitla á ferilskrá sinni. Hann hefur verið óheppinn með meiðsli og á síðustu leiktíð kom hann aðeins við sögu í sjö deildarleikjum. Samkeppnin er hörð hjá Rosenborg og Íslendingurinn var kominn neðar í goggunarröðinni.

Valerenga hafnaði í sjötta sæti norsku deildarinnar í fyrra en fyrir hjá félaginu er landsliðsmaðurinn Samúel Kári Friðjónsson. Samúel gæti þó verið á förum eins og hann sagði við Fótbolta.net í vikunni.

Jesper Mathisen, sparkspekingur TV2, telur að Matthías verði algjör happafengur fyrir Valerenga og fjölhæfni hans geti komið liðinu mjög vel.

Einn Íslend­ing­ur er í liði Vål­erenga en það er landsliðsmaður­inn Samú­el Kári Friðjóns­son.
Athugasemdir
banner
banner
banner