Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 19. janúar 2019 10:42
Arnar Helgi Magnússon
Fólk á götunni fær skjól á heimavelli Crystal Palace
Selhurst Park
Selhurst Park
Mynd: Getty Images
Crystal Palace hefur gert samning við Croydon um það að heimilislaust fólki geti leitað skjóls á vellinum yfir vetrartímann.

Croydon er bær innan London en tæplega 400.000 manns búa þar. Heimavöllur Crystal Palace, Selhurst Park, er staðsettur í Croydon.

Samningurinn hljóðar upp á það að heimilislaust fólk geti komið á völlinn þegar hitastigið er undir frostmarki. Pláss er fyrir tíu einstaklinga í gistingu.

Fólkinu er útvegaður heitur matur en það getur einnig farið í sturtu og þrifið sig.

Phil Alexander, stjórnarformaður Crystal Palace, er hæstánægður með samninginn.

„Við erum í skýjunum með þetta. Við viljum vera leiðandi í verkefni sem þessum og það er heiður að geta hjálpað þeim sem að þurfa hvað mest á því að halda."
Athugasemdir
banner
banner
banner