Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 19. janúar 2019 11:18
Arnar Helgi Magnússon
Snjókoma hefur áhrif á leiki dagsins á Íslandi - Frestað og fært
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mikil snjókoma á höfuðborgasvæðinu í morgun varð til þess að einum leik í Fótbolta.net mótinu hefur verið frestað og annar leikur færður inn í Reykjaneshöll.

Grótta og Selfoss áttu að mætast klukkan 14:00 á Vivaldi vellinum á Seltjarnarnesi en leikurinn hefur verið færður þangað til á morgun, á sama tíma og á sama stað.

Afturelding og Vestri áttu að mætast á gervigrasinu í Mosfellsbæ klukkan 12:30 í dag en sá leikur hefur verið færður inn í Reykjaneshöll og hefst þar klukkan 14:00.

Leik Hauka og Selfoss var frestað síðustu helgi vegna veðurs á Selfossi og var leikurinn því færður á Ásvelli daginn eftir. Liðin gerðu þar 1-1 jafntefli.

Þessi frétt verður uppfærð ef að fleiri leikjum verður frestað í dag.
Athugasemdir
banner
banner