Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 19. janúar 2019 13:50
Arnar Helgi Magnússon
Rooney: Pogba þarf þjálfara sem að trúir á hann
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney segir að Paul Pogba þurfi að njóta trausts þjálfara síns svo að hann skili góðri frammistöðu, líkt og hann hefur gert undanfarnar vikur undir stjórn Ole Gunnar.

„Ég horfði á Pogba upp alla akademíuna hjá United. Hann er hæfileikaríkur leikmaður en hann gekk í gegnum erfiðleika. Pogba þarf að hafa þjálfara sem að trúir á hann og gagnrýnir ekki fyrir hverja misheppnaða sendingu,“ segir Rooney.

„Pogba er leikmaður sem þarf að gera mistök. Hann sendir boltann og hún ratar ekki á samherja, síðan koma næstu tvær sendingar og þær skila báðar marki. Hann skapar endalaust af færum.“

Rooney segir augljóst að Pogba hafi ekki fundið sig undir stjórn Mourinho.

„Honum leið ekki vel undir stjórn Mourinho. Pogba og Mourinho eru báðir mjög stórir persónuleikar og þetta var aldrei að fara að enda vel.“

Manchester United mætir Brighton klukkan 15:00 í dag en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner
banner
banner