banner
   lau 19. janúar 2019 14:29
Arnar Helgi Magnússon
England: Magnaður sigur Wolves í sjö marka leik
Mynd: Getty Images
Mark Morgan dugði ekki til.
Mark Morgan dugði ekki til.
Mynd: Getty Images
Wolves 4 - 3 Leicester City
1-0 Diogo Jota ('4 )
2-0 Ryan Bennett ('12 )
2-1 Demarai Gray ('47 )
2-2 Harvey Barnes ('52 )
3-2 Diogo Jota ('64 )
3-3 Wes Morgan ('87 )
4-3 Diogo Jota ('90 )

Sjö marka leik var að ljúka nú rétt í þessu þegar Wolves tók á móti Leicester í ensku úrvalsdeildinni.

Diogo Jota skoraði fyrsta mark leiksins strax á fjórðu mínútu þegar að hann fékk geggjaða sendingu frá Joao Moutinho. Sendingin vel tímasett og hlaupið hjá Jota innfyrir vörn Leicester frábært.

Wolves tvöfaldaði forystu sína einungis átta mínútum síðar Moutinho tók hornspyrnu sem að endaði beint á kollinum á Ryan Bennett sem að skallaði boltann í netið. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og heimamenn leiddu því 2-0 í hálfleik.

Leicester byrjaði síðari hálfleikinn mun betur og Demarai Gray minnkaði muninn eftir hraða skyndisókn. Harvey Barnes jafnaði síðan metin fimm mínútum síðar en boltinn fór í netið með viðkomu í Conor Coady.

Diogo Jota var aftur á ferðinni á 64. mínútu þegar að hann kom Wolves yfir á nýjan leik.

Liðsmenn Leicester voru ekki hættir en á 87. mínútu jafnaði Morgan fyrir gestina eftir frábæra sendingu frá James Maddison. Allt leit út fyrir það að niðurstaðan yrði jafntefli.

Diogo Jota tók það ekki í mál og skoraði sigurmark heimamanna í uppbótartíma eftir sendingu frá Raul Jimenez. Algjörlega magnaður Jota með þrennu í dag.

Nuno Santo, þjálfari Wolves var síðan rekinn útaf eftir sigurmarkið en hann hljóp inn á völlinn til þess að fagna með sínum mönnum.

Algjörlega magnaður leikur sem að aðdáendur enska boltans fengu í hádeginu!
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner