Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 19. janúar 2019 16:25
Arnar Helgi Magnússon
Ítalía: Þriðji sigur Roma í röð kom í markaleik
Stephan El Shaarawy skoraði sigurmark Roma.
Stephan El Shaarawy skoraði sigurmark Roma.
Mynd: Getty Images
Roma 3 - 2 Torino
1-0 Nicolo Zaniolo ('15 )
2-0 Aleksandar Kolarov ('34 , víti)
2-1 Tomas Rincon ('51 )
2-2 Cristian Ansaldi ('67 )
3-2 Stephan El Shaarawy ('73 )

Leik Roma og Torino lauk nú rétt í þessu í ítölsku A-deildinni en fleiri leikir eru á dagskrá í deildinni í kvöld.

Nicolo Zaniolo kom Roma yfir eftir stundarfjórðung. Serbinn Aleksandar Kolarov tvöfaldaði forystu Roma á 34. mínútu úr vítaspyrnu.

2-0 í hálfleik og Roma sterkara liðið á vellinum en endurkoman átti eftir að eiga sér stað.

Tomas Rincon minnkaði muninn fyrir Torino eftir rúmlega fimm mínútna leik í síðari hálfleik. Christian Ansaldi jafnaði metin á 67. mínútu.

Töframaðurinn Stephan El Shaarawy steig þá upp og skoraði sigurmark Roma á 73. mínútu eftir sendingu frá Lorenzo Pellegrini.

Lokatölur 3-2 og þriðji sigurleikur Roma í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner