Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 19. janúar 2019 18:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fótbolta.net mótið: Grindavík lagði ÍBV að velli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík 2 - 1 ÍBV
1-0 Aron Jóhannsson ('23)
2-0 Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('42)
2-1 Jonathan Ian Franks ('86, víti)

Grindavík er komið upp að hlið Breiðabliks í riðli 2 í A-deild Fótbolta.net mótsins eftir sigur á ÍBV í Reykjaneshöllinni í dag.

Smelltu hér til að skora skýrslu frá KSÍ úr leiknum.

Miðjumaðurinn Aron Jóhannsson skoraði fyrsta mark leiksins á 23. mínútu og undir lok fyrri hálfleiks hafði Dagur Ingi Hammer Gunnarsson bætt við öðru marki.

ÍBV minnkaði muninn á 86. mínútu þegar Jonathan Franks skoraði úr vítaspyrnu en lengra komust Vestmannaeyingar ekki og lokatölur því 2-1 fyrir Grindavík.

Grindvíkingar eru með fjögur stig eins og Breiðablik en þessi lið mætast í lokaumferð riðilsins um næstu helgi. HK er með tvö stig í þessum riðli og ÍBV án stiga.
Athugasemdir
banner