Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 19. janúar 2019 18:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Toppliðið í Grikklandi á eftir Sverri Inga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gríska félagið PAOK er í viðræðum við Rostov í Rússlandi um kaup á landsliðsmiðverðinum Sverri Inga Ingasyni.

Gríski fjölmiðillinn segir frá þessu en Morgunblaðið greindi fyrst frá.

Talið er að PAOK sé tilbúið að borga 4 milljónir evra fyrir Sverri Inga.

Sverrir Ingi er 25 ára gamall og á að baki 26 landsleiki fyrir Ísland. Hann gekk í raðir Rostov sumarið 2017 og er samningsbundinn þangað til 2020.

Sverrir hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Rostov, sem er í sjöunda sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar. Hann er uppalinn í Breiðabliki, en hefur einnig leikið með Viking í Noregi, Lokeren í Belgíu og Granada á Spáni.

PAOK er á toppnum í Grikklandi með 41 stig eftir 15 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner