Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 19. janúar 2019 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bellerín borinn af velli - Leit mjög illa út
Mynd: Getty Images
Hector Bellerín, bakvörður Arsenal, varð fyrir meiðslum í 2-0 sigrinum á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Bellerín var borinn af velli í síðari hálfleik.

Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Bellerín eftir að hann meiddist á kálfa í síðasta mánuði.

Bellerín hélt um hné sitt er hann lá sárþjáður. Óttast er að meiðslin séu mjög alvarleg, en það á eftir að koma betur í ljós. Það yrðu klárlega ekki góð tíðindi fyrir Arsenal að missa Bellerin.

Arsenal vann leikinn eins og áður segir 2-0 og er liðið núna aðeins þremur stigum á eftir Chelsea sem er í fjórða sæti. Manchester United er með jafnmörg stig og Arsenal og hörð barátta því framundan.



Athugasemdir
banner
banner
banner