Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 20. janúar 2019 10:20
Elvar Geir Magnússon
Aron Einar tók handboltaskóna með - Vantar í hóp?
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Þór Gunnarsson.
Arnór Þór Gunnarsson.
Mynd: tom
Aron Pálmarsson og Arnór Þór Gunnarsson, lykilmenn í íslenska handboltalandsliðinu, verða ekki með þegar liðið mætir Frakklandi á HM í Köln í kvöld.

Meiðsli gera það að verkum að þeir geta ekki spilað en bróðir Arnórs, Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði í fótbolta, er mættur til Þýskalands til að horfa á leikinn.

Aron lék handbolta á Akureyri á yngri árum og er klár í slaginn í kvöld ef á þarf að halda. „Ég tók skóna með til öryggis! Vantar í hóp?" skrifaði Aron léttur á Twitter.


Aron lék með Cardiff í tapi í ensku úrvalsdeildinni í gær og hélt svo til Þýskalands þar sem honum tókst að finna glufu á dagskránni til að skella sér á handboltalandsleikinn. Hann fær þó ekki að sjá bróðir sinn spila en Arnór hefur verið frábær á mótinu.

Aron og Arnór spila báðir í treyju númer 17 en ástæðan fyrir því er að það var húsnúmer ömmu þeirra og afa á Ísafirði.

Aron var spurður að því í viðtali við Fótbolta.net í lok árs hvort hann gæti tekið handboltaskóna aftur fram í framtíðinni.

„Það er mikill möguleiki finnst mér. Ef maður dettur hinumegin við línuna varðandi fótboltann og nennir þessu skyndilega ekki lengur gæti maður tekið upp eitthvað annað. Þá kemur handboltinn til greina en það yrði væntanlega einhver bumbubolti," sagði Aron sem var mjög efnilegur handboltamaður á sínum tíma.
Athugasemdir
banner
banner