Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 20. janúar 2019 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Guendouzi er fáviti sem Arsenal hefur vantað"
Mynd: Getty Images
Matteo Guendouzi hefur spilað meira á þessu tímabili en búist var við þegar fréttir bárust af því að hann væri að ganga í raðir Arsenal frá Lorient sem er í frönsku B-deildinni.

Matteo var í yngri liðum PSG áður en hann fór til Lorient þar sem hann spilaði sinn fyrsta leik með aðalliðinu 17 ára gamall.

Hann var svolítið óskrifað blað þegar hann kom til Arsenal en hefur verið ágætur fyrir Lundúnafélagið.

Barney Ronay, blaðamaður Guardian, er á því að Guendouzi sé þannig leikmaður sem Arsenal hefur vantað í nokkurn tíma. Ronay kemst skemmtilega að orði.

„Ég kann vel við Guendouzi. Hann er fáviti, í besta skilningi þess orðs. Arsenal hefur vantað góðan fávita í dágóðan tíma. Arsenal hefur verið nóg af hálfvitum, en það er ekki það sama," skrifaði Ronay á Twitter.

Hann útskýrði svo þessi ummæli sín nánar.

„Hann flækist fyrir og er góður í að pirra fólk. Það er áhrifaríkt."

Guendouzi spilaði allan leikinn í gær þegar Arsenal vann Chelsea 2-0 í stórleik helgarinnar á Englandi. Guendouzi er aðeins 19 ára gamall.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner