Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 20. janúar 2019 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Speroni gaf Liverpool mark - „Þetta er grimmt"
Mynd: Getty Images
Wayne Hennessey og Vicente Guaita eru báðir að glíma við meiðsli og því þurfti Julian Speroni að byrja í markinu hjá Crystal Palace gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Hinn 39 ára gamli Speroni var að spila sinn fyrsta leik í rúmt ár.

Leikurinn endaði 4-3 fyrir Liverpool, en Speroni gerði slæm mistök í þriðja marki Liverpool.

Roy Hodgson, stjóri Palace, kom Speroni til varnar eftir leik.

„Það eru ekki margir betri félagsmenn en Julian Speroni," sagði Hodgson. „Þetta mun grípa fyrirsagnir, þetta var óheppni. Að þetta skuli gerast eftir allt það sem hann hefur gert, það er grimmt."

Smelltu hér til að sjá mistök Speroni.
Athugasemdir
banner
banner