Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 20. janúar 2019 15:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Munurinn aftur fjögur stig eftir sigur City á botnliðinu
Man City saxar á forskot Liverpool.
Man City saxar á forskot Liverpool.
Mynd: Getty Images
Huddersfield er í vondum málum.
Huddersfield er í vondum málum.
Mynd: Getty Images
Huddersfield 0 - 3 Manchester City
0-1 Danilo ('18 )
0-2 Raheem Sterling ('54 )
0-3 Leroy Sane ('56 )

Manchester City komst í gegnum Huddersfield án mikilla vandræða þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag.

City átti að fá vítaspyrnu snemma leik þegar Raheem Sterling féll í teignum. Sterling hefur oft látið sig falla heldur til of auðveldlega í teignum en þarna átti hann að fá vítaspyrnu.

Englandsmeistararnir komust yfir á 17. mínútu þegar bakvörðurinn Danilo skoraði. Það var heppnisstimpill yfir markinu þar sem boltinn fór af varnarmanni og í netið.

Með markinu varð City fyrsta liðið í stærstu deildum Evrópu sem skorar 100 mörk í öllum keppnum á þessu tímabili.


Leroy Sane og Raheem Sterling bættu við mörkum snemma í seinni hálfleik og lokatölur urðu 3-0 fyrir City sem saxar forskot Liverpool á toppi deildarinnar aftur niður í fjögur stig. Huddersfield er áfram á botninum með 11 stig.

Núna klukkan 16:00 hefst leikur Fulham og Tottenham. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner