Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 20. janúar 2019 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fær Scholes starfið núna?
Mynd: Getty Images
Paul Scholes hefur rætt við Oldham um að taka við sem knattspyrnustjóri félagsins. Þetta segir Sky Sports.

Samkvæmt Sky er Scholes líklegastur í starfið en hann mætti á 2-1 tap liðsins gegn Macclesfield í gær.

Abdallah Lesagam, stjórformaður Oldham, er í augnablikinu í Dúbaí en snýr aftur á morgun og mun þá taka ákvörðun um nýjan knattspyrnustjóra.

Scholes er einn af fjórum aðilum sem Oldham hefur rætt við um starfið.

Scholes var stuðningsmaður Oldham í æsku, en það var líka rætt við hann um starfið í október 2017. Þá fékk hann það ekki, svo það er spurning hvað gerist núna.

Oldham er í 12. sæti í ensku D-deildinni, fimm stigum frá umspilssæti.

Scholes er 44 ára. Hann vann 11 Englandsmeistaratitla, þrjá FA-bikara og tvo Meistaradeildartitla sem leikmaður Manchester United. Scholes hefur lítið þjálfað síðan hann hætti að spila, en hann var um stutt skeið í þjálfaraliði Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner