Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 20. janúar 2019 17:54
Ívan Guðjón Baldursson
England: Tottenham vann á síðustu sekúndunni
Mynd: Getty Images
Fulham 1 - 2 Tottenham
1-0 Fernando Llorente ('17, sjálfsmark)
1-1 Dele Alli ('51)
1-2 Harry Winks ('93)

Fallbaráttulið Fulham átti góðan fyrri hálfleik gegn toppbaráttuliði Tottenham í Lundúnaslag og síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Tottenham, sem á enn eftir að gera jafntefli í deildinni, mætti til leiks án lykilmanna og átti erfitt uppdráttar á Craven Cottage.

Heimamenn fengu gott færi áður en þeir komust yfir snemma leiks með sjálfsmarki eftir hornspyrnu. Knötturinn hrökk af Fernando Llorente, sem er að fylla í skarð Harry Kane, og í netið.

Fulham var talsvert betri aðilinn í fyrri hálfleik og komst nálægt því að tvöfalda forystuna fyrir leikhlé en inn vildi boltinn ekki. Gestirnir mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik og það tók þá tæplega sex mínútur að jafna.

Dele Alli skallaði þá boltann í netið eftir glæsilega fyrirgjöf frá Christian Eriksen.

Tottenham stjórnaði gangi leiksins í kjölfarið en ætlaði ekki að takast að gera sigurmarkið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Llorente átti sérstaklega erfitt uppdráttar og klúðraði fjölda færa.

Gestirnir gáfust þó ekki upp og á síðustu sekúndum leiksins gerði Harry Winks sigurmarkið með skalla eftir frábæra fyrirgjöf frá Georges N'Koudou á vinstri kanti.

Þetta eru gífurlega mikilvæg stig fyrir Tottenham sem er áfram í þriðja sæti, fimm stigum eftir Manchester City og fjórum stigum fyrir ofan Chelsea. Fulham situr sem fastast í næstneðsta sæti, sjö stigum frá öruggu sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner