banner
   sun 20. janúar 2019 18:04
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Fréttablaðið 
Hannes Þór samþykkir samningstilboð Vals
Samningsbundinn Qarabag næstu 18 mánuði
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson hefur samþykkt samningstilboð frá Íslandsmeisturum Vals samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Hann kaus Val framyfir KR vegna þess að meistararnir buðu talsvert betri samning.

Hannes er samningsbundinn Qarabag í Aserbaídsjan til sumarsins 2020 en sér ekki framtíð fyrir sér þar, enda hefur spilatíminn verið óreglulegur frá komu hans til félagsins.

Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Hannesar, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að markvörðurinn hafi verið að skoða tilboð frá íslenskum og erlendum félögum.

„Það er ekki komið svo langt að Hannes sé að semja við Val. Hans staða gæti breyst á næstu dögum og mánuðum, það er áhugi frá Svíþjóð, Noregi og fleiri löndum en hann er samningsbundinn Qarabag í átján mánuði í viðbót og það er talsvert sem þarf að gerast til þess að hann fái að fara," sagði Ólafur.

„Það eru fleiri íslensk lið en KR og Valur sem hafa sýnt Hannesi áhuga en það er ekki búið að skrifa undir neitt."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner