Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 20. janúar 2019 19:23
Ívan Guðjón Baldursson
Kjartan Henry í Vejle (Staðfest)
Kjartan hefur gert 2 mörk í 11 landsleikjum.
Kjartan hefur gert 2 mörk í 11 landsleikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry Finnbogason er búinn að skrifa undir samning við danska úrvalsdeildarfélagið Vejle.

Kjartan Henry fór frítt til ungverska stórveldisins Ferencvaros síðasta sumar en fékk lítið af tækifærum og ákvað því að róa á önnur mið.

Ólafur Garðarsson umboðsmaður Kjartans staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net í dag.

Kjartan fékk tilboð frá félögum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð en hann ákvað að velja Vejle, sem er í næstneðsta sæti dönsku deildarinnar.

Kjartan verður 33 ára í júlí og vill fá meiri spilatíma á þessum tímapunkti ferilsins. Hann gerði mjög góða hluti með AC Horsens í danska boltanum og mun væntanlega leiða sóknarlínu Vejle í komandi baráttu.

Vejle er með 16 stig eftir 20 umferðir og er næsti leikur liðsins á heimavelli gegn SönderjyskE, níunda febrúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner