Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 20. janúar 2019 19:58
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino: Ótrúlegur endir á leiknum
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, Harry Winks og Jan Vertonghen voru ánægðir með að næla sér í þrjú stig gegn Fulham á Craven Cottage fyrr í dag.

Tottenham lenti í miklum erfiðleikum í fyrri hálfleik en síðari hálfleikurinn var talsvert betri og gerði Harry Winks sigurmarkið á lokasekúndum uppbótartímans.

„Þetta sannar hversu mikilvægt er að halda í trúna. Winks og N'Koudou gerðu markið því þeir trúðu. Þetta var ótrúlegur endir á leiknum," sagði Pochettino að leikslokum.

Winks var valinn maður leiksins og segist ekki geta rifjað upp sigurmarkið því hann muni ekki eftir því.

„Þetta er allt í móðu, ég man ekki hvað gerðist. Þetta var stórkostleg stund, við þurftum þennan sigur eftir tapið gegn United. Það var orðið alltof langt síðan ég skoraði síðast," sagði Winks.

Tottenham var án leikmanna á borð við Son Heung-min og Harry Kane í dag og bættist Dele Alli á meiðslalistann er hann haltraði af velli undir lok leiks. Pochettino segir að greint verði frá alvarleika meiðslanna snemma í næstu viku.

Þetta var sautjándi sigur Tottenham í deildinni á tímabilinu og er þetta eina félagið sem á enn eftir að gera jafntefli í helstu deildum Evrópu.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner