Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 21. janúar 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Henry biðst afsökunar á að hafa kallað ömmu leikmanns hóru
Mynd: Getty Images
Thierry Henry, þjálfari Mónakó, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í 5-1 tapi liðsins gegn Strasbourg á laugardaginn.

Henry taldi Strasbourg vera að tefja leikinn undir lok fyrri hálfleiks og lét heyra í sér á hliðarlínunni. Hann sagði einfaldlega við Kenny Lala, leikmann Strasbourg:

„Það eru bara 43 mínútur búnar, hættu þessu, þetta er nóg. Amma þín er hóra."

Ummælin heyrðust vel í sjónvarpsútsendingu og Henry hefur nú séð að sér og beðist afsökunar.

„Þetta er orðatiltæki af götunni, því miður. Ég sé eftir ummælum mínum á bekknum. Þetta voru mannleg viðbrögð. Ég er ennþá mannlegur. Ég sé eftir þessu," sagði Henry.


Athugasemdir
banner
banner
banner