Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 21. janúar 2019 13:30
Magnús Már Einarsson
Solskjær blæs á að Ferguson eigi stóran þátt í gengi Man Utd
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur blásið á sögusagnir þess efnis að Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri liðsins, eigi mikinn þátt í góðu gengi að undanförnu.

Manchester United hefur unnið sjö leiki í röð síðan Solskjær tók við af Jose Mourinho í síðasta mánuði.

Orðrómur hefur verið um að Ferguson hafi verið að hjálpa Solskjær mikið en Norðmaðurinn blæs á það.

„Við tölum ekki saman vikulega. Ég hef ekki rætt oft við hann. Hann hefur komið einu sinni í heimsókn, hann kom til að hitta (Giuseppe) Rossi," sagði Solskjær.

„Ég spilaði í 15 ár undir hans stjórn og það hafði áhrif á mig. Hann er 77 ára í dag svo þessi umræða er ekki sanngjörn fyrir hann, er það?"
Athugasemdir
banner
banner
banner