Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 21. janúar 2019 12:24
Magnús Már Einarsson
Kevin-Prince Boateng sagður á leið til Barcelona
Kevin-Prince Boateng.
Kevin-Prince Boateng.
Mynd: Getty Images
Ítalski fjölmiðlamaðurinn Gianluca Di Marzio segir að Barcelona sé nálægt því að fá Kevin-Prince Boateng óvænt á láni frá Sassuolo.

Di Marzio er oft fyrstur með fréttirnar og hann henti þessu fram á Twitter í dag. Sky Italia bætti síðan við að Barcelona borgi tvær milljónir evra fyrir lánssamning út tímabilið.

Hinn 31 árs gamli Boateng hefur skorað fimm mörk í fimmtán leikjum með Sassuolo síðan hann kom til félagsins frá Eintracht Frankfurt síðastliðið sumar.

Barcelona hefur verið í leit að manni til að bæta við sóknarlínuna og Ganamaðurinn Boateng þykir nú líklegastur til að koma til félagsins.

Boateng hefur komið víða við á ferlinum en hann skoraði meðal annars tíu mörk með Las Palmas í spænsku úrvalsdeildinni tímabilið 2016/2017.

Athugasemdir
banner