Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 21. janúar 2019 13:41
Elvar Geir Magnússon
Mislintat hættir hjá Arsenal - Marc Overmars í staðinn?
Sven Mislintat.
Sven Mislintat.
Mynd: Getty Images
Þjóðverjinn Sven Mislintat hættir í næsta mánuði sem yfirmaður leikmannakaupa hjá Arsenal. Hann var ráðinn í desember 2017 en hann og Unai Emery, stjóri liðsins, ná ekki saman samkvæmt frétt Mirror.

Á heimasíðu Arsenal er Mislintat þakkað fyrir og sagt að hann hafi unnið frábært starf.

Arsenal vill fá Marc Overmars, fyrrum leikmann félagsins, til starfa til að fylla skarð Mislintat og gegna stöðu framkvæmdastjóra.

Overmars er 45 ára og hefur unnið sem yfirmaður fótboltamála hjá Ajax í næstum sjö ár.

Overmars var hjá Arsenal í þrjú tímabil sem leikmaður og hjálpaði liðinu að vinna tvennuna 1998.

Mislintat er á leið aftur til Þýskalands en hann starfaði sem yfirnjósnari Borussia Dortmund áður en hann var ráðinn til Arsenal. Hann er nú orðaður við starf hjá Bayern München.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner