Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 21. janúar 2019 16:56
Elvar Geir Magnússon
Elín Metta sá um Skotland - Sigur í fyrsta leik Jóns Þórs
Elín Metta skoraði tvö.
Elín Metta skoraði tvö.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 2 - 1 Skotland
1-0 Elín Metta Jensen ('49)
2-0 Elín Metta Jensen ('54)
2-1 Lana Clelland ('90)

Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

Elín Metta Jensen skoraði tvívegis með stuttu millibili í seinni hálfleik og tryggði kvennalandsliðinu sigur í vináttulandsleik gegn Skotlandi sem fram fór í sólinni á La Manga í dag.

Þetta var fyrsti leikur Íslands eftir að Jón Þór Hauksson tók við stjórnartaumunum.

Skotland minnkaði muninn með sárabótarmarki í lokin og úrslitin 2-1.

Þess má geta að Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir spiluðu báðar sinn fyrsta A-landsleik í dag. Þær komu inn af bekknum.




Athugasemdir
banner
banner