Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 21. janúar 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Heimir fær leikmann sem ólst upp hjá Barcelona - Má fá einn í viðbót
Víctor Vázquez í leik með Club Brugge gegn Manchester United í Meistaradeildinni árið 2015.
Víctor Vázquez í leik með Club Brugge gegn Manchester United í Meistaradeildinni árið 2015.
Mynd: Getty Images
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Heimir Hallgrímsson, þjálfari Al Arabi, hefur fengið spænska sóknarmiðjumanninn Víctor Vázquez til félagsins en þetta var staðfest í dag.

Victor er 32 ára gamall og kemur til Al Arabi frá Toronto í MLS-deildinni. Victor er uppalinn hjá Barcelona og á einn deildarleik að baki með liðinu árið 2008.

Victor hefur á ferli sínum einnig spilað með Club Brugge í Belgíu og Cruz Azul í Mexíkó.

Hvert félag í Katar má tefla fram þremur leikmönnum utan Asíu í hverjum leik. Heimir er einnig með brasilíska miðjumanninn Diego Jardel í hópnum en hann lét hinsvegar brasilískan og kolumbískan leikmann fara á dögunum.

Heimir getur því bætt einum erlendum leikmanni til viðbótar við hópinn áður en úrvalsdeildin í Katar hefst aftur eftir vetrarfrí í byrjun febrúar.

Margar stórstjörnur hafa komið til Katar undanfarin ár Heimir reiknar ekki með að bæta slíkri stjörnu við hópinn.

„Það eru fín laun hér fyrir leikmenn og þetta er skattfrjálst land svo menn sjá það kannski sem ellilífeyri að koma hingað," sagði Heimir í Miðjunni á Fótbolta.net á dögunum.

„Hingað hafa komið leikmenn sem eru frægir. Xavi, Samuel Eto´o, Wesley Sneijder, Gabi og fleiri mjög þekktir leikmenn sem eru á enda ferilsins."

„TIl að efla okkar leikmenn viljum við frekar fá minna þekkta leikmenn, leikmenn sem geta lyft leikmannahópnum upp á hærra plan með vinnusemi. Ekki endilega leikmenn sem eru þekktir og draga að áhorfendur heldur leikmenn sem hjálpa okkar leikmönnum að eflast."


Heimir fékk einnig katarska varnarmanninn Ibrahim Majid á láni frá Al Sadd í dag en hann er fyrrum landsliðsmaður.

Smelltu hér til að hlusta á Heimi í Miðjunni



Athugasemdir
banner
banner
banner