Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 21. janúar 2019 20:30
Brynjar Ingi Erluson
Henry að fá framherja frá Napoli
Thierry Henry
Thierry Henry
Mynd: Getty Images
Franska liðið Mónakó er að fá brasilíska framherjann Carlos Vinicius á láni frá Napoli út tímabilið en Sky Italia greinir frá.

Thierry Henry og lærisveinar hans í Mónakó eru í miklu basli í frönsku deildinni og sitja í fallsæti.

Henry vill styrkja liðið og ætlar að fá brasilíska framherjann Carlos Vinicius frá Napoli.

Hann er 23 ára gamall og var keyptur til Napoli fyrir tímabilið en hann er á láni hjá Rio Ave í Portúgal þessa stundina.

Hann er búinn að gera 14 mörk í 20 leikjum fyrir Rio Ave og vill Henry fá hann til Mónakó. Viðræður eru í gangi og má búast við því að hann fari til Mónakó á allra næstu dögum.

Mónakó er þremur stigum frá öruggu sæti og gæti Vinicius hjálpað þeim í baráttunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner