Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 22. janúar 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Burnley gæti bjargað Janssen frá Tottenham
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar segja Burnley vilja kaupa Vincent Janssen, sóknarmann Tottenham, fyrir 15 milljónir punda.

Janssen er 24 ára Hollendingur sem er nýkominn til baka úr meiðslum en er ekki í framtíðaráformum Mauricio Pochettino.

Janssen gerði frábæra hluti með AZ Alkmaar í hollenska boltanum og var seldur til Tottenham fyrir 17 milljónir sumarið 2016. Hann hefur þó ekki fundið sig í enska boltanum og gekk honum illa á láni hjá Fenerbahce á síðasta tímabili.

Sevilla vildi fá Janssen lánaðan fyrr í mánuðinum en Hollendingurinn neitaði að fara á lánssamning, hann vill skipta alfarið um félag.

Kínversk og bandarísk félög hafa verið að sýna sóknarmanninum áhuga og var Pochettino skýr þegar hann sagðist ekki ætla að gefa Janssen fleiri tækifæri með aðalliðinu þrátt fyrir meiðslavandræði í sóknarlínunni.

Janssen vill frekar reyna fyrir sér í enska boltanum heldur en að flytja í aðra heimsálfu.
Athugasemdir
banner