Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   þri 22. janúar 2019 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Filipe Luis: Messi er bestur í Barcelona
Filipe Luis og Messi hafa mæst ansi oft, bæði í spænska boltanum og í landsleikjum.
Filipe Luis og Messi hafa mæst ansi oft, bæði í spænska boltanum og í landsleikjum.
Mynd: Getty Images
Filipe Luis, vinstri bakvörður Atletico Madrid og brasilíska landsliðsins, gefur lítið fyrir fólk sem segir Lionel Messi ekki hafa verðskuldað að vinna Gullknöttinn í fyrra.

Luka Modric vann Gullknöttinn og batt þannig enda á ótrúlega einokun Messi og Cristiano Ronaldo á verðlaununum undanfarinn áratug. Ronaldo endaði í öðru sæti en Messi náði ekki nema fimmta sæti í kjörinu.

„Ég heyrði að Messi hefði ekki verðskuldað Gullknöttinn því 2018 var slæmt ár fyrir hann. Hann vann spænsku deildina og bikarinn, hann var markahæstur í Evrópu og gaf haug af stoðsendingum," sagði Luis við Globoesporte.

„Ef Messi verðskuldaði ekki Gullknöttinn þá veit ég ekkert um fótbolta. Hann er bestur í Barcelona, ef hann skorar ekki þá á hann stoðsendinguna eða er maðurinn sem byrjar sóknina. Hann er búinn að gera þetta í tíu ár.

„Við erum erkifjendur á vellinum en ég dáist að honum þegar við erum ekki að keppa. Hann er argentínskur, ég er brasilískur. Við eigumst við í spænsku toppbaráttunni og ég veit að ég mun ekki græða neitt á því að tala vel um hann. Ég er bara að vera opinn og heiðarlegur."

Athugasemdir
banner
banner
banner