Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 22. janúar 2019 15:31
Elvar Geir Magnússon
Sverrir Ingi sagður á leið í topplið grísku deildarinnar
Sverrir á 26 landsleiki og þrjú landsliðsmörk.
Sverrir á 26 landsleiki og þrjú landsliðsmörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Sverrir Ingi Ingason færist nær toppliði grísku deildarinnar, PAOK," skrifar sparkspekingurinn Hjörvar Hafliðason á Twitter. Hann segir að skiptin ættu að vera staðfest í vikunni.

Sverrir er nú staddur í æfingaferð með félagsliði sínu, Rostov frá Rússlandi, í Katar. Hann spilaði í tapi gegn Spartak Moskvu í gær.

Sverrir er 25 ára miðvörður en hann gekk í raðir Rostov 2017 frá Granada á Spáni. Hann er uppalinn hjá Breiðabliki en þá hefur hann leikið fyrir Viking í Noregi og Lokeren í Belgíu.

PAOK er með átta stiga forystu í grísku deildinni en tvisvar hefur félagið orðið grískur meistari.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner