Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 23. janúar 2019 06:00
Elvar Geir Magnússon
Boateng: Verð ekki byrjunarliðsmaður hjá Barcelona
Boateng er mættur til Börsunga.
Boateng er mættur til Börsunga.
Mynd: Getty Images
Kevin-Prince Boateng viðurkennir að hann sé ekki kominn til Barcelona til að vera byrjunarliðsmaður en segist vonast til að geta verið lengur hjá félaginu en út tímabilið.

Á mánudag var gengið frá óvæntum félagaskiptum Boateng til Barcelona frá Sassuolo á Ítalíu.

„Ég vil njóta tímans hérna og vinna allt. Takk kærlega fyrir tækifærið," sagði Boateng þegar hann var kynntur á fréttamannafundi í gær.

Boateng er fyrrum leikmaður AC Milan en aðlögunarhæfni hans er ein af ástæðum þess að Börsungar fengu hann til sín.

„Ég er ekki kominn til að vera byrjunarliðsmaður því hér eru fyrir magnaðir fótboltamenn. Ég kem hingað með reynslu og til að hjálpa liðinu."

Hann á að auka breiddina í sóknarlínunni og segist tilbúinn að spila sem fremsti maður.

„Ég er næstum 32 ára svo 'nían' er fullkomið hlutverk fyrir mig núna. Mér líður mjög vel í þeirri stöðu. Það var frábær tilfinning þegar mér var sagt af áhuga Barcelona. Ég sagði við liðsfélaga mína hjá Sassuolo að flugvél væri óþörf, ég gæti hlaupið til Barcelona!"

„Það eru forréttindi að fá að horfa á Messi og Suarez spila, hvað þá að fá að spila með þeim! Ég er tilbúinn að spila sem fyrst. La Liga er besta og skemmtilegasta deild í heimi."

Boateng sagði einu sinni að Cristiano Ronaldo væri betri en Lionel Messi. Hver er hans skoðun núna?

„Ég er Barca leikmaður og besti leikmaður í heims er Messi. Hann er bestur í heiminum og hefur sýnt það síðasta áratug," sagði Boateng.



Athugasemdir
banner
banner